Fyndin saga

Fyndin saga

Verð
4.399 kr
Sale price
4.399 kr
Verð
4.399 kr
Uppselt
Unit price
per 

Daphne hafði alltaf elskað hvernig Peter sagði söguna þeirra. Hvernig þau kynntust á stormasömum degi, urðu ástfangin og fluttu aftur í heimabæ hans við vatnið til að hefja líf sitt saman. Hann var rosalega góður í að segja hana. Eða þangað til hann áttaði sig á því að hann væri í raun og veru ástfanginn af Petru æskuvinkonu sinni.

Strandaglópur í hinni fögru Waning Bay í Michigan er Daphne án vina og ættingja en í draumastarfinu sínu, sem þó dugar varla fyrir reikningunum. Þá býðst henni að leigja með einu manneskjunni sem mögulega gæti skilið vandræði hennar, fyrrverandi kærasta Petru, Miles Nowak.

Sambýlingarnir forðast hvort annað að mestu leyti þangað til dag nokkurn þegar þau sameinast í að drekkja sorgum sínum. Við þá iðju verður til sú áætlun að deila myndum af sér saman á samfélagsmiðlum. En það er auðvitað eintóm sýndarmennska, því það er ekki séns að Daphne geti byrjað upp á nýtt með því að verða ástfangin af fyrrverandi kærasta núverandi unnustu fyrrverandi unnusta, er það nokkuð?