Um okkur
Framkvæmdastjóri Króníku er Heiða Björk Þórbergsdóttir. Eftir að hafa sinnt nær öllum störfum er lúta að bókaútgáfu síðan árið 2005 tók hún af skarið og stofnaði hún eigin útgáfu árið 2020. Heiða er með B.A. gráðu í Skapandi greinum frá Háskólanum á Bifröst.
Útgáfustjóri Króníku er Harpa Rún Kristjánsdóttir. Frá árinu 2015 hefur hún starfað við ritstjórn og bókaútgáfu, bæði hér heima sem og í Danmörku. Harpa er M.A. í Almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands.
Netfang Króníku er kronika@kronika.is