Um okkur

Útgáfustjóri Króníku er Heiða Björk Þórbergsdóttir.
Frá árinu 2005 hefur hún tekið að sér ýmis störf er falla að rekstri bókaútgáfu, s.s. ritstjórn, markaðsstýringu, dreifingu, bókhald og samningagerðir. Sem stendur sinnir hún einnig námi við Háskólann á Bifröst.

Hjá Króníku sinnir Harpa Rún Kristjánsdóttir ritstjórn, hugmyndavinnu og vöruþróun.
Harpa er auk þess sjálfstætt starfandi ritstjóri, prófarkalesari og þýðandi. Hún hefur starfað við ritstjórn og bókaútgáfu frá árinu 2015 bæði hér heima sem og í Danmörku.
Harpa er M.A. í Almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands.

Króníka er meðal annars í samstarfi við Ólöfu Erlu Einarsdóttir og Silla Geirdal hjá Svart hönnunarstofu varðandi umbrot og framleiðslu kynningarefnis.

Netfang Króníku er kronika@kronika.is