Mannfræðingurinn Saga Líf fær einlífa rithöfundinn
Eyju Björk til að tala um ástarlíf sitt í nokkrum viðtölum. Hvernig fer kona að því að finna traust í nánu sambandi eftir að hafa sofið hjá „hinum og þessum“?
Er ástin til eða er hún bara uppfinning manneskjunnar?
Konur eru alltaf að bjarga karlmönnum. Í því er ástarkraftur þeirra fólginn og sá kraftur er auðmagn sem allt samfélagið og ekki síst karlmenn njóta góðs af.
Einlífi - ástarrannsókn er þriðja bók Hlínar Agnarsdóttur þar sem hún vinnur úr minningum sínum og lífsreynslu. Í þetta sinn gengur hún skrefinu lengra en í hinum tveimur og leyfir skáldskapnum að blanda sér í málin.
#metoo #drusluskömmun #femmefatale