Baujan

Baujan

Verð
5.699 kr
Sale price
5.699 kr
Verð
6.899 kr
Uppselt
Unit price
per 

Baujan kennir auðveldar og varanlegar aðferðir til að fara úr meðvirkni og öðlast innra öryggi og efla sjálfstraust. Baujan er tækni sem stuðlar að virkri og vakandi sjálfsvitund sem er forsenda aðgerða og breytinga á líðan. Um leið skerpir hún og eflir tilfinningagreind.

Undirstaða vellíðunar er sjálfsöryggi og góð tengsl við eigin tilfinningar, líðan og hegðun.

Við þurfum einlægt að rýna í viðbrögð okkar líðan og hegðun. Alla ævina þurfum við að aðgæta og vinna úr tilfinningum okkar, styrkja sjálfsöryggið og sjálfsmyndina. Heiðarleiki gagnvart okkur sjálfum er lykilatriði í því hversu langt við komumst í aukinni sjálfsvirðingu og þroska. Einstaklingur með gott sjálfstraust finnur sátt við sjálfan sig og aðra.

Bókin kom fyrst út árið 2006 en hefur nú verið endurskrifuð og stílfærð.
Guðbjörg Thóroddsen er menntaður leikari og kennari. Ásamt leiklist og kennslu hefur hún starfað sem ráðgjafi í fjölda ára.