Collection: Höfundar

Rebekka Sif Stefánsdóttir er rithöfundur og ljóðskáld. Hún lauk B.A. gráðu í almennri bókmenntafræði árið 2017 og MA gráðu í ritlist við Háskóla Íslands árið 2020. Fyrsta verk hennar kom út árið 2020 en það var ljóðabókin Jarðvegur sem innihélt vönduð og áhrifamikil ljóð um sára fósturmissi. Fyrsta skáldsaga hennar, Flot, kom svo út vorið 2022 hjá Króníku. Flot er margslungin skáldsaga þar sem margt dvelur undir yfirborðinu. Flot fékk afbragðsdóma í MorgunblaðinuTengivagninum á Rás 1, Vikunni og Lestrarklefanum. Sumarið 2022 kom út önnur skáldsaga Rebekku, Trúnaður, sem hljóð- og rafbók hjá Storytel. Trúnaður fjallar um brothætt og flókin sambönd fimm ólíkra vinkvenna. Bókin var á topplistanum yfir vinsælustu hljóðbækurnar í tæplega þrjá mánuði sumarið og haustið 2022 og fékk góðar viðtökur frá hlustendum og lesendum á Storytel. Haustið 2022 kom svo fyrsta barnabók hennar, Gling Gló, út hjá Króníku. 

Sorry, there are no products in this collection